Innanfélagsmót SÍH í Compak Sporting var haldið þann 14. mars

Fyrsta innanfélagsmót SÍH í Compak Sporting var haldið 14. mars 2021. Keppendur voru 18 og voru skotnar 75 dúfur. Þegar búið var að skjóta 75 dúfur var ljóst að skjóta þurfti bráðabana um 2. sætið þar sem Þórir Ingi og Ævar Sveinn voru jafnir með 65 dúfur. Skotinn var heill hringur í viðbót og þar skaut Þórir 14 dúfur og Ævar Sveinn 19 dúfur, svo úrslit urðu eftirfarandi:


1. sæti: Jón Valgeirsson 67 dúfur 
2. sæti: Ævar Sveinn Sveinsson 65 + 19
3. sæti: Þórir Ingi Friðriksson 65 + 14


Mótið gekk vel fyrir sig og veðrið lék við okkur. Mótinu var lokið um kl 14:30. Mótsstjóri óskar sigurvegurunum til hamingju og þakkar fyrir gott mót.

Fyrsta innanfélagsmót ársins var haldið laugardaginn 6. mars

Laugardaginn 6. mars 2021 hélt SÍH fyrsta innanfélagsmót ársins. Keppt var með forgjöf í skeet og norrænu trappi og voru skotnar 75 dúfur. 20 keppendur voru mættir til leiks; 10 í skeet og 10 í NT. Mótið gekk vel fyrir sig og skemmtu keppendur sér vel í frábæru veðri.

Úrslit í skeet urðu eftirfarandi:

1. sæti: María Rós Arnfinnsdóttir

2. sæti: Jakob Þór Leifsson

3. sæti: Aðalsteinn Svavarsson

Í norrænu trappi þurfti að skjóta bráðabana til að skera úr um 2. og 3. sætið.

Úrslit í norrænu trappi urðu eftirfarandi:

1. sæti: Timo Salsola

2. sæti: Kristinn Gísli Guðmundsson

3. sæti: Smári Smárason

Við óskum sigurvegurunum til hamingju og þökkum fyrir frábæran dag.

Innanfélagsmót sunnudaginn 14. mars

Annað innanfélagsmót ársins verður haldið sunnudaginn 14. mars á Iðavöllum og verður það Compak Sporting mót. Mæting er kl. 9:30 og mótið hefst kl. 10:00. Skotnar verða 75 dúfur. Keppt verður með forgjöf.

Þar sem við erum bara með einn völl þá getum við ekki tekið á móti fleiri keppendum en 18 (3 x 6) til að mótið klárist á þokkalegum tíma. Til að taka frá sæti er því nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram á sih.is/skraning-i-mot. Skráningartími ákvarðar röðina, þannig að fyrstu 18 sem skrá sig geta tekið þátt, en aðrir fara á biðlista.

 

Keppnisgjald er 3.000 kr. og greiðist á staðnum.

Mótið er eingöngu fyrir félagsmenn SÍH.

Innanfélagsmót laugardaginn 6. mars

Við hefjum keppnisárið hjá SÍH með innanfélagsmóti sem haldið verður laugardaginn 6. mars á Iðavöllum.

 

Keppt verður í skeet og nordisk trap. Skotnir verða þrír hringir.  Keppt er í einum flokki með forgjöf.

Mótið hefst klukkan 10:00. Mæting kl. 9:30.

 

Þátttökugjald er 3.000 kr. og greiðist á staðnum.

 

Það væri gaman að sjá sem flesta félagsmenn SÍH, svo endilega skráið ykkur til þáttöku hér:

Kynning á styrktarþjálfun fyrir keppnisfólk SÍH

Mánudaginn 1. mars kl. 20:00 verður haldinn fundur á Iðavöllum með styrktarþjálfara fyrir alla félagsmenn sem hafa áhuga á að keppa fyrir hönd SÍH.

Aðallega verður talað um sértæka grunnþjálfun sem nýtist fyrir skotíþróttir og rætt um hvert fólk vill stefna í æfingum.. Það er fullt af vöðvum sem eru lítið notaðir eða æfðir dags daglega, en eru mikilvægir fyrir byssulyftur o.þ.h. Þessir vöðvar eiga það til að þreytast án þess að maður taki eftir því þannig að hreyfingar verða ónákvæmari og hægari, einbeiting minnkar o.s.frv. Þetta er því eitt af því sem gott er að æfa utan vallar og má jafnvel gera á einfaldan hátt, til dæmis með æfingateygjum.

Í kjölfarið væri möguleiki fyrir þá áhugasömustu á að fá frekari þjálfun. Það gæti t.d. verið þannig að nokkrir tækju sig saman og mættu til þjálfarans í 1-2 tíma til að fá æfingaáætlun sem væri meira sérsniðin að þeirra veikleikum og ynnu svo út frá því.

Það er ekki seinna að vænna að byrja að koma sér í form fyrir sumarið, þannig að allir sem hafa hug á að keppa fyrir félagið ættu að grípa tækifærið og láta sjá sig.

Aðalfundur

Aðalfundur Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar var haldinn miðvikudaginn 24. febrúar kl. 20:00. Mjög góð mæting var á fundinn.

Fyrir fund höfðu nokkrir stjórnarmenn borið það upp við stjórn að þeir hyggðust láta af störfum, auk þess sem báðir varamenn höfðu tekið sæti í stjórn árið 2020. Því var kosið um allar stöður nema formann. Kristinn V. Sveinsson gaf áfram kost á sér sem varaformaður.

Ný stjórn SÍH er eftirfarandi:
Formaður: Timo Salsola
Varaformaður: Kristinn V. Sveinsson
Gjaldkeri: Hjalti Pétursson
Ritari: Kristinn T. Gunnarsson
Meðstjórnandi: Arnór Bjarki Sigurðsson
Varamaður: Jón Gunnar Kristjánsson
Varamaður: Bjarki Magnússon

Jafnframt var mikil endurnýjun í nefndum félagsins. Í nefndir voru kosnir:

Vallarnefnd: ​Kristinn SveinssonArnór Bjarki Sigurðsson, ​Aðalsteinn Svavarsson, Einar Örn Reynisson 

Mótanefnd: ​Jón Gunnar Kristjánsson, ​Kristinn Gísli Guðmundsson

Fræðslunefnd: ​Jón Gunnar Kristjánsson, ​Hreimur Garðarsson

Ritnefnd: ​Timo SalsolaHjalti Pétursson

Skemmtinefnd: ​Stjórnin


Stjórnin þakkar Anders Má Þráinssyni, Guðbjörgu Konráðsdóttur, Helga Harryssyni, Kára Grétarssyni og Kristni Rafnssyni (fráfarandi vallar- og mótanefndarmanni) fyrir mikil og góð störf í þágu félagsins í gegnum árin og eiga þau miklar þakkir skildar fyrir.


Félagsgjald var ákveðið 15.100. Lögheimili félagsins var breytt í Álfhella 21, 221 Hafnarfjörður.

22.-23. ágúst hélt Markviss á Blöndósi Íslandsmeistaramóti í Norrænu trappi. Veður var með endæmum gott og sólin hitaði keppendum og vindur var hægur. SÍH átti 6 keppendur á mótinu. Keppni var spennandi og voru sett 4 Íslandsmet.

 

Í unglingaflokki var það Sigurður Pétur sem  bætti Íslandsmet í unglingaflokki og er það i dag  88 dúfur.

Úrslit í unglingaflokki fóru svo að  Sigurður Pétur 1. Sæti  (88 dúfur), Elyass Kristinn 2. Sæti (79 dúfur) og Jón Gísli 3. sæti (65 dúfur) og eru þeir allir í Markviss Blöndósi.

Saman mynduðu þeir svo unglingalið Markviss og settu þar Íslandsmet með samalögðu skori 232 dúfur.

 

Í kvennaflokki var ein kona, Snjólaug M Jónsdóttir MAV og skaut hún (101dúfu) en þess má geta að hún á einnig núverandi Íslandsmet sem er 114 dúfur.

Í karlaflokki var Stefán Kristjánsson SÍH í algjörum sérflokki.

1 sæti Stefán Kristjánsson SÍH 135 dúfur af 150 (20 í úrslitum) og setti nýtt íslandsmet 135dúfur

2. sæti  Guðmann Jónasson Markviss með 122 dúfur og 24 í úrslitum

3.sæti  Timo Salsola SÍH með 118 dúfur og 23 í úrslitum

 

En með þessu frábæra skori tókst liðsfélögum SÍH-A að bæta Íslandsmetið (344 dúfur) frá því í fyrra og skutu þeir Stefán Kristjánsson (135), Ásbjörn Sírnir Arnarson (120) og Bjarki Magnússon (114) samanlagt 369 dúfur.

 

Við óskum þessu vaska SÍH fólki til hamingju með árangurinn og ný íslandsmet og þökkum Markviss fyrir frábært mót.