top of page

Aðalfundur Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar 2024

Aðalfundur SÍH verður haldinn fimmtudaginn 22. febrúar n.k. kl. 20:00 í félagsheimilinu Iðavöllum.  Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.

Ársreikning félagsins fyrir 2023 má finna hér

Landsmót STÍ í Compak Sporting helgina 27. - 28. maí á Iðavöllum

Compak-sportingmót SÍH verður um Hvítasunnuna 27. og 28. maí á Iðavöllum.

Þetta verður 150 dúfu mót skotið á 2 dögum.

 

Opið verður vegna æfinga fyrir mótið á föstudeginum 26. maí kl. 17 til 20.

 

Keppt verður í einum flokki bæði konur og karlar, Unisex.

 

Skráningu þarf að vera lokið fyrir miðnætti 21. maí.

 

Frábært tækifæri til að taka þátt í skemmtilegu móti.

Landsmót STÍ í Skeet helgina 29. - 30. apríl á Iðavöllum

Landsmót STÍ í Skeet verður haldið helgina 29. - 30. apríl á Iðavöllum.

Keppni hefst kl. 10:00 báða dagana og viljum við biðja keppendur að mæta tímanlega.

 

Riðlaskipting verður birt þegar hún liggur fyrir..

 

Keppnisgjald er 8.000 kr. og greiðist á staðnum. Lokafrestur til að senda inn skráningu er næstkomandi laugardagur, 22. apríl.

 

Keppnismannaæfing verður haldin föstudaginn 28. apríl frá kl. 16:00 til 20:00.

 

Við viljum minna á að notkun á skotum með blýhöglum er bönnuð á Iðavöllum.

ridlaskipting.jpg

Aðalfundarboð

Aðalfundur SÍH verður haldinn fimmtudaginn 9. mars 2023 kl. 20:00 í félagsheimilinu að Iðavöllum. Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf í samræmi við lög félagsins.

Hér má nálgast endurskoðaðan ársreikning félagsins fyrir árið 2022: Ársreikningur 2022

Lokahóf og uppskeruhátíð SÍH

Lokahóf SÍH/uppskeruhátíð SÍH verður haldið laugardaginn 10. des.

 

Mótið verður sett upp sem fjölvallamót og hefst með látum klukkan 11:00.

Skotinn verður 1 hringur í hverri grein, en það er smá TWIZT, þar sem enginn hefur náð 25 í litla trappinu verða boðin verðlaun fyrir þann sem er fyrstur að gera það.

Veislan hefst svo klukkan 19:00.

Ari grillmæster mætir á svæðið og sér um að koma okkur í kjötvímu og áfengi verður á staðnum fyrir þá sem að skjóta upp á bak í mótinu. Djók en það verður samt bjór.

Staðsetning: Iðavellir

Makar og fjölskylda velkomin

SÍH Open verður helgina 2. - 3. júlí 2022

Hið árlega SÍH Open verður haldið á Iðavöllum helgina 2. - 3. júlí. Keppt verður í Skeet og Nordisk Trap. Dagskráin verður þannig að á laugardeginum verða skotnar 75 dúfur í báðum greinum og síðan verður skipt í A og B hóp. Á laugardagskvöldinu verður svo heljarinnar grillveisla.

Á sunnudeginum skjóta báðir hópar í Skeet 50 dúfur og svo verður skotinn finall í báðum hópum (Finall í B hóp verður með breyttu sniði). Í NT verða skotnar 75 dúfur og finall.

Keppnismannaæfing verður haldin föstudaginn 1. júlí á milli 14:00 og 21:00.

Þátttökugjald er 10.000 kr. (grillveisla innifalin) og við hvetjum alla til að taka þátt.

SIHOpen22-is.jpg

Landsmót STÍ í Compak Sporting var haldið 21. - 22. maí á Iðavöllum

Fyrsta landsmót sumarsins fór fram á Iðavöllum um helgina í frábæru veðri. Tuttugu skyttur tóku þátt og fóru leikar þannig að Jón Valgeirsson (SÍH) sigraði í karlaflokki með 189 stig, Aron K. Jónsson (SÍH) varð annar með 182 stig og Jóhann Ævarsson (SA) varð þriðji með 178 stig. Í kvennaflokki sigraði Guðrún Hjaltalín (SKA) með 144 stig og í unglingaflokki sigraði Yngvi S. Bjarnason (SÍH) með 147 stig.

Við þökkum keppendum og öðrum gestum kærlega fyrir komuna um þessa frábæru helgi.

283776169_471457231450642_2301022185600146916_n_edited
karla_edited
kvenna_edited
unglinga_edited_edited
1
281734818_425080142388415_3460407222375152518_n
282272958_409298854396265_4606942449571302651_n
281089613_368858555080752_4371222578540084782_n_edited
281869104_517992386634820_4049307516771798710_n_edited
281930205_1839606532916495_8897870623107811393_n_edited

Landsmót STÍ í Compak Sporting verður haldið 21. - 22. maí á Iðavöllum

Landsmót STÍ í Compak Sporting verður haldið helgina 21. - 22. maí á Iðavöllum.

Keppni hefst kl. 10:00 báða dagana og viljum við biðja keppendur að mæta tímanlega. Skotnar verða 100 dúfur hvorn dag - samtals 200. Skráningarfrestur er til sunnudagsins 15. maí. Riðlaskipting verður birt þegar listi yfir keppendur liggur fyrir.

 

Allir vellir verða uppstilltir í síðasta lagi fimmtudaginn 19. maí og þann dag verður opin æfing á milli 18 - 21.

 

Við viljum minna á að notkun á skotum með blýhöglum er bönnuð á Iðavöllum.

Landsmót STÍ í Skeet var haldið helgina 7. - 8. maí á Iðavöllum

 

Fyrsta Landsmót sumarsins í Skeet fór fram á skotsvæði SÍH að Iðavöllum helgina 7. - 8. maí. 20 keppendur frá 5 félögum voru mættir til leiks. Keppt var í opnum riðli og sigraði Hákon Svavarsson úr SFS með 31 stig í úrslitum.

1. sæti: Hákon Svavarsson (SFS) með 31 í úrslitum, 22 í undanúrslitum og 112 í undanrásum.

2. sæti: Aðalsteinn Svavarsson (SÍH) með 29 í úrslitum, 24 í undanúrslitum og 102 í undanrásum.

3. sæti: Jakob Þór Leifsson (SFS) með 22 í úrslitum, 23 í undanúrslitum og 111 í undanrásum.

 

Þetta var fyrsta Landsmótið þar sem final var skotinn samkvæmt nýjum reglum ISSF, þannig að Hákon setti Íslandsmet í úrslitum með 31 stig.

 

Daníel úr SA og Arnór Logi úr SÍH skutu sig upp í 3. flokk.

 

SÍH þakkar keppendum og þeim gestum sem lögðu leið sína að Iðavöllum um helgina kærlega fyrir komuna og frábæra samveru um helgina.

landsm_skeet_2022_1
landsm_skeet_2022_2
landsm_skeet_2022_3
landsm_skeet_2022_4

Landsmót STÍ í Skeet verður haldið helgina 7. - 8. maí á Iðavöllum

 

Keppt verður í opnum flokki (unisex). Keppni hefst kl. 10:00 báða dagana og viljum við biðja keppendur að mæta tímanlega.

 

Riðlaskiptingu má sjá á Facebook síðu félagsins.

 

Keppnisgjald er 8.000 kr. og greiðist á staðnum.

 

Keppnismannaæfing verður haldin föstudaginn 6. maí frá kl. 16:00 til 20:00.

 

Við viljum minna á að notkun á skotum með blýhöglum er bönnuð á Iðavöllum.

Vinnudagur þann 30. apríl.

Laugardaginn 30. apríl vorum við með vinnudag á æfingasvæði SÍH til að undirbúa sumarið, en opnar æfingar munu hefjast í næstu viku eftir vetrardvalann. Vinna hófst kl. 10:00 (sumir voru byrjaðir fyrr) og stóð fram eftir degi. Um 20 manns mættu og tóku til hendinni, en í boði voru verkefni við allra hæfi. Meðal verkefna var hreinsun á forhlöðum og dúfubrotum, viðgerð á gafli félagsheimilis, uppsetning á neti á milli valla, hreinsun á völlum og félagsheimili. Skemmdir á húsgafli voru verulegar þannig að vinna við hann mun taka nokkra daga.

Sjálfboðaliðastarfið er kjarninn í félaginu og enn og aftur sannaðist það hversu öfluga félagsmenn við eigum. Við þökkum öllum sem tóku þátt kærlega fyrir komuna og aðstoðina.

Úrslit páskamóts SÍH

.

Páskamót SÍH var haldið á annan í páskum í fallegu vorveðri og glampandi sól. 23 skyttur tóku þátt í Skeet og Compak Sporting. Skotnir voru fjórir hringir í CS, en 3 hringir og final í Skeet.

Úrslit í Skeet urðu eftirfarandi:

Með forgjöf:

1. sæti: Pétur T. Gunnarsson

2. sæti: Stefán Kristjánsson

3. sæti: Marinó Eggertsson

Án forgjafar - með final:

1. sæti: Pétur T. Gunnarsson

2. sæti: Haraldur Levy

3. sæti: Stefán Kristjánsson

Úrslit í Compak Sporting urðu eftirfarandi:

1. sæti: Sverrir Ormsson

2. sæti: Jón Valgeirsson

3. sæti: Þórir Guðnason

 

Mótsstjórar voru Hjalti Pétursson og Jón Valgeirsson.

Við þökkum öllum sem lögðu leið sína að Iðavöllum í dag.

Páskamót SÍH á annan í páskum

Við ætlum að blása til innanfélagsmóts mánudaginn 18. apríl - annan í páskum.

 

Þátttakendur skrá sig til keppni í Skeet eða Compak Sporting. Í Compak Sporting verða skotnir 4 hringir. Í Skeet verða skotnir 3 hringir og final. Mæting er klukkan 10:00. Skráning á staðnum.

Spáin er góð þannig að við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta og taka þátt.

 

Við minnum fólk á að notkun blýhagla er bönnuð á svæðinu.

Ársþing Skotíþróttasambands Íslands.

 

SÍH átti sína fulltrúa að 44. ársþingi Skotíþróttasamband Íslands Fyrir utan aðalfulltrúana var líka Helga Jóhannsdóttir, skotkona ársins mætt, enda í stjórn STÍ.

Þingið var hefðbundið, en samþykkt var ályktun um aðstöðuleysi skotfólks á höfuðborgarsvæði. Stjórn STÍ varið falið að útfæra hana og verður spennadi að sjá hversu mikla athygli hún fær.

Aðalfulltrúar:
Kristinn Tryggvi Gunnarsson

Timo Salsola

María Rós Arnfinnsdóttir

Arnór Uni Þráinsson

Sigurjón Þórðarson

Úrslit innanfélagsmóts 27.3.2022

.

23 skyttur tóku þátt í Skeet og Compak Sporting og voru skotnar 75 dúfur í báðum greinum. Veður var stillt, en nokkuð kalt og skýjað framan af.

 

Úrslit í Compak Sporting urðu eftirfarandi:
1. sæti: Aron Kristinn Jónsson
2. sæti: Róbert Reynisson
3. sæti: Ragnar Már Helgason

 

Úrslit í Skeet urðu eftirfarandi:
Án forgjafar:

1. sæti: Jón Gunnar Kristjánsson - 67 hittar
2. sæti: Jakob Þór Leifsson - 60 hittar
3. sæti: Aðalsteinn Svavarsson - 59 hittar
Með forgjöf:
1. sæti: Jón Gunnar Kristjánsson
2. sæti: Arnfinnur Jónsson
3. sæti: Helga Jóhannsdóttir

Mótsstjórar voru María Rós Arnfinnsdóttir og Aron Kristinn Jónsson.

SÍH þakkar öllum sem lögðu leið sína að Iðavöllum í dag.

Innanfélagsmót sunnudaginn 27. mars

Við höldum annað innanfélagsmót núna á sunnudaginn 27. mars.

 

Þátttakendur skrá sig til keppni í Skeet eða Compak Sporting og skotnir verða þrír hringir.

Mæting er klukkan 10:00. Skráning á staðnum. Mótagjald er 3.000 kr. og greiðist á staðnum.

Mótsstjórar verða María Rós Arnfinnsdóttir og Aron Kristinn Jónsson.

Við minnum fólk á að notkun blýhagla er bönnuð á svæðinu.

Við vonumst til að sjá sem flesta.

Fyrsta innanfélagsmót ársins var haldið sunnudaginn 6. mars

Fyrsta innanfélagsmót ársins var haldið sunnudaginn 6. mars. Keppt var í Skeet og Compak Sporting og voru skotnir þrír hringir í báðum greinum.
14 skyttur skemmtu sér vel í fallegu vetrarveðri, sem verður að teljast ágætis fjöldi þar sem fyrirvarinn var skammur.

 

Úrslit í Compak Sporting urðu eftirfarandi:
1. sæti: Þórir Ingi Friðriksson
2. sæti: Jóhann Halldórsson
3. sæti: Friðrik Wendel

 

Úrslit í Skeet urðu eftirfarandi:
Án forgjafar:

1. sæti: Jakob Þór Leifsson - 65 hittar
2. sæti: Aðalsteinn Svavarsson - 59 hittar
3. sæti: Jón Gunnar Kristjánsson - 58 hittar
Með forgjöf:
1. sæti: Jón Gunnar Kristjánsson
2. sæti: Jakob Þór Leifsson
3. sæti: Aðalsteinn Svavarsson

SÍH þakkar öllum sem lögðu leið sína að Iðavöllum í dag.

Innanfélagsmót á sunnudaginn

Fyrsta innanfélagsmót tímabilsins verður haldið núna á sunnudaginn 6. mars.

Þátttakendur skrá sig til keppni í Skeet eða Compak Sporting og skotnir verða þrír hringir.

Mæting er klukkan 10:00. Skráning á staðnum. Mótagjald er 3.000 kr. og greiðist á staðnum.

Við minnum fólk á að notkun blýhagla er bönnuð á svæðinu.

 

Við vonumst til að sjá sem flesta.

Aðalfundur Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar 2022

Aðalfundur SÍH var haldinn fimmtudaginn 24. febrúar að Iðavöllum. Góð mæting var á fundinn og líflegar umræður undir liðnum önnur mál.


Kosið var um formann, ritara, meðstjórnanda og varamann. Fyrir fundinn hafði Timo Salsola borið það upp að hann hyggðist ekki gefa kost á sér áfram sem formaður.


Kristinn Tryggvi Gunnarsson gaf kost á sér til formanns og var kosinn nýr formaður SÍH með lófataki.
 

Sigurjón Þórðarson var kosinn ritari í stað Kristins Tryggva og Arnór Bjarki Sigurðsson var kosinn til áframhaldandi setu sem meðstjórnandi. Timo Salsola var kosinn sem varamaður í stjórn. Stjórnin er að öðru leyti óbreytt.
 

Nefndir eru að mestu leyti óbreyttar. Jón Valgeirsson kemur inn í mótanefnd og Sigurjón Þórðarson kemur inn í ritnefnd í stað Timo Salsola. Skemmtinefnd tekur til starfa á ný eftir hlé og er skipuð Maríu Rós Arnfinnsdóttur og Arnóri Una Þráinssyni, þannig að það má búast við skemmtilegum viðburðum á næstunni.

Árgjald var ákveðið óbreytt, 15.100.

 

Kveðja,
Stjórn SÍH.

Innanfélagsmóti 26. febrúar frestað

 

Innanfélagsmót sem auglýst hafði verið laugardaginn 26. febrúar hefur verið frestað vegna slæmrar veðurspár og færðar.

Aðalfundur Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar 2022

Aðalfundur SÍH verður haldinn fimmtudaginn 24. febrúar 2022 kl. 20:00 í félagsheimilinu að Iðavöllum. Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf í samræmi við lög félagsins.

Á fundinum verður fylgt gildandi tilmælum um sóttvarnir.


Nálgast má endurskoðaðan ársreikning félagsins fyrir árið 2021 hér.

Innanfélagsmót á döfinni

Nú styttist í að æfinga- og keppnistímabilið hefjist og við ætlum að hefja tímabilið með þremur innanfélagsmótum. Við stefnum á að halda mótin laugardagana 26. febrúar, 26. mars og 23. apríl með fyrirvara um veður og aðstæður í þjóðfélaginu.

 

Félagsmenn skrá sig til keppni í Skeet eða Compak Sporting og skotnir verða þrír hringir.

 

Mótin verða auglýst nánar og opnað fyrir skráningar þegar nær dregur, þannig að það er um að gera að fylgjast með!

 

Íslandsmeistaramót STÍ Norrænt Trap 28.-29.8.2021, Skotfélagið Markviss

 

 

14 keppendur voru skráðir til leiks en eingöngu 13 kláruðu.

Það var nokkuð hvöss suð-suðvestan átt, en það fór í 17,4 metra í verstu hviðunum og hitastig um 10-14°C.

Keppendur létu þetta ekki á sig og má segja að allir keppendur hafi komið og gert gott mót þessa helgi.

Í unglingaflokki voru 3 drengir sem að eru að koma sterkir inn og réðust úrslitin í síðustu umferðinni en fá stig skildu á milli þeirra.

Það fór svo að Elyass Kristinn skaut 86 dúfur og var þar með Íslandsmeistari unglinga, Jón Gísli endaði á 84 dúfum og Haraldur Holti á sínu fyrsta móti á 63 dúfum. En Elyass og Jón eru báðir að skjóta sín bestu skor á þessu móti. Samtals skutu þeir 233 stig sem er bæting á Íslandsmeti unglinga í liðakeppni.

Í kvennaflokki var einn keppandi en Snjólaug gaf körlunum ekkert eftir og endaði með 3ja hæsta skor mótsins, 122 dúfur sem að einnig er bæting um 7 dúfur á hennar eigiin Íslandsmeti sem að hún setti á Blönduósi í vor.

Í karlaflokki var baráttan hörð um efstu sætin en stutt var á milli efstu manna. Það fór svo að Jón Valgeirsson SÍH varð Íslandsmeistari á 131+19 dúfum, í öðru sæti var Stefán Kristjánsson SÍH á 124+21 dúfu og í 3ja sæti Guðmann Jónasson MAV á 120+20 dúfum.

Í liðakeppni karla varð lið SÍH-A (Jón Valgeirsson, Stefán Kristjánsson og Þórir Ingi Friðriksson) hlutskarpast á 370 stigum (131+124+115) en það var einnig nýtt Íslandsmet.

Markviss þakkar Vilkó/Prima, Ísgel og Sportvík fyrir þá aukavinninga sem fyrirtækin gáfu.

SÍH vill þakka Markviss fyrir frábæra helgi.

 

Íslandsmótið í Compak Sporting 2021 fór fram helgina 14. og 15. ágúst s.l.

 

Íslandsmótið í Compak Sporting var haldið á vegum Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar í Álfsnesi helgina 14. og 15. ágúst síðastliðinn. Skotreyn var svo almennilegt að leigja SÍH svæðið þar sem við erum ekki klárir í að halda 200 dúfna mót í SÍH. Vellir voru uppsettir af eina ólympíufara sem íslendingar hafa átt í leirdúfuskotfimi, Alfreð Karli Alfreðssyni. Veðrið lék við keppendur fyrri daginn og skorið var gott, en seinni daginn var aðeins skýjað en milt veður. Keppnin var æsispennandi og réðust efstu 3 sætin í karlaflokki í bráðabana. Það var snemma ljóst að Ævar Sveinn og Stefán Gaukur voru í algjörum sérflokki og stóð slagurinn á milli þeirra tæpt.

 

Í karlaflokki varð Stefán Gaukur Rafnsson frá Skotfélagi Akureyrar Íslandsmeistari eftir bráðabana, skaut 23. Í 2. sæti varð Ævar Sveinn Sveinsson frá SÍH með 22 í bráðabana og í 3. sæti varð Þórir Guðnason frá SÍH eftir bráðabana við Þórir Inga frá SÍH og Ragnar Má frá SA.

Í kvennaflokki varð Dagný H. Hinriksdóttir frá Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 154 hittar dúfur. Í 2. sæti varð Helga Jóhannsdóttir frá SÍH með 152 hittar dúfur og í 3. sæti varð Guðrún Hjaltalín frá Skotfélagi Akraness með 136 hittar dúfur.

Í unglingaflokki varð Felix Jónsson frá SÍH Íslandsmeistari með 176 hittar dúfur. Í öðru sæti varð Friðbert frá SR með 108 hittar dúfur.

Í liðakeppninni varð A-lið Skotfélags Akureyrar Íslandsmeistari með 547 hittar dúfur. Liðið var skipað þeim Stefáni Gauki Rafnssyni, Ragnari Má Helgasyni og Gunnari Þór Þórarnarsyni. Í 2. sæti varð A-lið SÍH, skipað þeim Ævari Sveini Sveinssyni, Þóri Guðnasyni og Jóni Valgeirssyni, með 546 hittar dúfur. Í 3. sæti varð C-lið SÍH, skipað þeim Þóri Inga Friðrikssyni, Felix Jónssyni og Jónmundi Guðmarssyni, með 527 hittar dúfur.

Við þökkum öllum sem þátt tóku fyrir frábært mót og óskum öllum til hamingju með sína titla. Jafnframt þökkum við Skotreyn fyrir samstarfið.

Sjá má skjal með úrslitum mótsins með því að smella hér.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá mótinu.

 

Keppnismannaæfing fyrir Íslandsmót STÍ í Compak Sporting verður í Álfsnesi föstudaginn 13. ágúst milli 13 - 19.

 

Keppnismannaæfing verður haldin á milli 13 - 19 föstudaginn 13. ágúst í á svæði Skotreyn í Álfsnesi.
Vakin er athygli á að blýbann er á svæðinu. Hámarksþyngd hleðslu er 28g og hámarks haglastærð 2,5mm (2,54)..

 

Íslandsmót STÍ í Compak Sporting verður haldið á vegum Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar helgina 14. og 15. ágúst 2021.

 

Mótið verður skotið á svæði Skotreyn í Álfsnesi.

Skráningarfrestur er til miðnættis laugardaginn 7. ágúst.

 

Mótið er 200 dúfur og verða 100 dúfur skotnar hvorn dag. Allir vellir verða settir upp samkvæmt reglum Compak Sporting.
 

Mæting er klukkan 9:30 á laugardagsmorgni og mótið hefst klukkan 10:00.
 

Af sóttvarnarástæðum verður ekki boðið upp á veitingar.
 

Mótsgjald er 10.000 kr. sem greiðist á staðnum.
 

Við hlökkum til að að sjá ykkur á því sem verður alveg frábær keppnishelgi.

SIHOpen2021.jpg

SÍH Open 2021 fer fram dagana 3. og 4. júlí

 

Landsmót STÍ í Compak Sporting, Akureyri 19.-20. júní

 

Það var vel mætt frá Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar á Landsmót í Compak Sporting hjá Skotfélagi Akureyrar um síðustu helgi en 11 keppendur af 22 í karlaflokki voru frá SÍH. Keppendum mætti frábært skotveður og ekki var félagsskapurinn síðri. Jón Valgeirsson frá SÍH bar sigur úr bítum í karlaflokki og Kristinn Sveinsson SÍH var í þriðja sæti. Sveit SÍH-A skipuð þeim Jóni Valgeirssyni, Þóri Guðnasyni og Aroni Kristni Jónssyni sigraði með 511 dúfur samtals. Við þökkum Skotfélagi Akureyrar kærlega fyrir móttökurnar og frábæra samveru alla helgina. Hér má sjá svipmyndir frá mótinu.