SIHOpen2021.jpg

SÍH Open 2021 fer fram dagana 3. og 4. júlí

 

Landsmót STÍ í Compak Sporting, Akureyri 19.-20. júní

 

Það var vel mætt frá Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar á Landsmót í Compak Sporting hjá Skotfélagi Akureyrar um síðustu helgi en 11 keppendur af 22 í karlaflokki voru frá SÍH. Keppendum mætti frábært skotveður og ekki var félagsskapurinn síðri. Jón Valgeirsson frá SÍH bar sigur úr bítum í karlaflokki og Kristinn Sveinsson SÍH var í þriðja sæti. Sveit SÍH-A skipuð þeim Jóni Valgeirssyni, Þóri Guðnasyni og Aroni Kristni Jónssyni sigraði með 511 dúfur samtals. Við þökkum Skotfélagi Akureyrar kærlega fyrir móttökurnar og frábæra samveru alla helgina. Hér má sjá svipmyndir frá mótinu.

Innanfélagsmót SÍH í Compak Sporting var haldið þann 14. mars

Fyrsta innanfélagsmót SÍH í Compak Sporting var haldið 14. mars 2021. Keppendur voru 18 og voru skotnar 75 dúfur. Þegar búið var að skjóta 75 dúfur var ljóst að skjóta þurfti bráðabana um 2. sætið þar sem Þórir Ingi og Ævar Sveinn voru jafnir með 65 dúfur. Skotinn var heill hringur í viðbót og þar skaut Þórir 14 dúfur og Ævar Sveinn 19 dúfur, svo úrslit urðu eftirfarandi:


1. sæti: Jón Valgeirsson 67 dúfur 
2. sæti: Ævar Sveinn Sveinsson 65 + 19
3. sæti: Þórir Ingi Friðriksson 65 + 14


Mótið gekk vel fyrir sig og veðrið lék við okkur. Mótinu var lokið um kl 14:30. Mótsstjóri óskar sigurvegurunum til hamingju og þakkar fyrir gott mót.

22.-23. ágúst hélt Markviss á Blöndósi Íslandsmeistaramóti í Norrænu trappi. Veður var með endæmum gott og sólin hitaði keppendum og vindur var hægur. SÍH átti 6 keppendur á mótinu. Keppni var spennandi og voru sett 4 Íslandsmet.

 

Í unglingaflokki var það Sigurður Pétur sem  bætti Íslandsmet í unglingaflokki og er það i dag  88 dúfur.

Úrslit í unglingaflokki fóru svo að  Sigurður Pétur 1. Sæti  (88 dúfur), Elyass Kristinn 2. Sæti (79 dúfur) og Jón Gísli 3. sæti (65 dúfur) og eru þeir allir í Markviss Blöndósi.

Saman mynduðu þeir svo unglingalið Markviss og settu þar Íslandsmet með samalögðu skori 232 dúfur.

 

Í kvennaflokki var ein kona, Snjólaug M Jónsdóttir MAV og skaut hún (101dúfu) en þess má geta að hún á einnig núverandi Íslandsmet sem er 114 dúfur.

Í karlaflokki var Stefán Kristjánsson SÍH í algjörum sérflokki.

1 sæti Stefán Kristjánsson SÍH 135 dúfur af 150 (20 í úrslitum) og setti nýtt íslandsmet 135dúfur

2. sæti  Guðmann Jónasson Markviss með 122 dúfur og 24 í úrslitum

3.sæti  Timo Salsola SÍH með 118 dúfur og 23 í úrslitum

 

En með þessu frábæra skori tókst liðsfélögum SÍH-A að bæta Íslandsmetið (344 dúfur) frá því í fyrra og skutu þeir Stefán Kristjánsson (135), Ásbjörn Sírnir Arnarson (120) og Bjarki Magnússon (114) samanlagt 369 dúfur.

 

Við óskum þessu vaska SÍH fólki til hamingju með árangurinn og ný íslandsmet og þökkum Markviss fyrir frábært mót.

Sjá má myndir frá mótinu á myndasíðu SÍH.