Aðalfundur

Aðalfundur Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar var haldinn miðvikudaginn 24. febrúar kl. 20:00. Mjög góð mæting var á fundinn.

Fyrir fund höfðu nokkrir stjórnarmenn borið það upp við stjórn að þeir hyggðust láta af störfum, auk þess sem báðir varamenn höfðu tekið sæti í stjórn árið 2020. Því var kosið um allar stöður nema formann. Kristinn V. Sveinsson gaf áfram kost á sér sem varaformaður.

Ný stjórn SÍH er eftirfarandi:
Formaður: Timo Salsola
Varaformaður: Kristinn V. Sveinsson
Gjaldkeri: Hjalti Pétursson
Ritari: Kristinn T. Gunnarsson
Meðstjórnandi: Arnór Bjarki Sigurðsson
Varamaður: Jón Gunnar Kristjánsson
Varamaður: Bjarki Magnússon

Jafnframt var mikil endurnýjun í nefndum félagsins. Í nefndir voru kosnir:

Vallarnefnd: ​Kristinn SveinssonArnór Bjarki Sigurðsson, ​Aðalsteinn Svavarsson, Einar Örn Reynisson 

Mótanefnd: ​Jón Gunnar Kristjánsson, ​Kristinn Gísli Guðmundsson

Fræðslunefnd: ​Jón Gunnar Kristjánsson, ​Hreimur Garðarsson

Ritnefnd: ​Timo SalsolaHjalti Pétursson

Skemmtinefnd: ​Stjórnin


Stjórnin þakkar Anders Má Þráinssyni, Guðbjörgu Konráðsdóttur, Helga Harryssyni, Kára Grétarssyni og Kristni Rafnssyni (fráfarandi vallar- og mótanefndarmanni) fyrir mikil og góð störf í þágu félagsins í gegnum árin og eiga þau miklar þakkir skildar fyrir.


Félagsgjald var ákveðið 15.100. Lögheimili félagsins var breytt í Álfhella 21, 221 Hafnarfjörður.

22.-23. ágúst hélt Markviss á Blöndósi Íslandsmeistaramóti í Norrænu trappi. Veður var með endæmum gott og sólin hitaði keppendum og vindur var hægur. SÍH átti 6 keppendur á mótinu. Keppni var spennandi og voru sett 4 Íslandsmet.

 

Í unglingaflokki var það Sigurður Pétur sem  bætti Íslandsmet í unglingaflokki og er það i dag  88 dúfur.

Úrslit í unglingaflokki fóru svo að  Sigurður Pétur 1. Sæti  (88 dúfur), Elyass Kristinn 2. Sæti (79 dúfur) og Jón Gísli 3. sæti (65 dúfur) og eru þeir allir í Markviss Blöndósi.

Saman mynduðu þeir svo unglingalið Markviss og settu þar Íslandsmet með samalögðu skori 232 dúfur.

 

Í kvennaflokki var ein kona, Snjólaug M Jónsdóttir MAV og skaut hún (101dúfu) en þess má geta að hún á einnig núverandi Íslandsmet sem er 114 dúfur.

Í karlaflokki var Stefán Kristjánsson SÍH í algjörum sérflokki.

1 sæti Stefán Kristjánsson SÍH 135 dúfur af 150 (20 í úrslitum) og setti nýtt íslandsmet 135dúfur

2. sæti  Guðmann Jónasson Markviss með 122 dúfur og 24 í úrslitum

3.sæti  Timo Salsola SÍH með 118 dúfur og 23 í úrslitum

 

En með þessu frábæra skori tókst liðsfélögum SÍH-A að bæta Íslandsmetið (344 dúfur) frá því í fyrra og skutu þeir Stefán Kristjánsson (135), Ásbjörn Sírnir Arnarson (120) og Bjarki Magnússon (114) samanlagt 369 dúfur.

 

Við óskum þessu vaska SÍH fólki til hamingju með árangurinn og ný íslandsmet og þökkum Markviss fyrir frábært mót.