1/17

September 2019

Lokamót og uppskeruhátíð SÍH var haldin laugardaginn 21. september.

Sá háttur er hafður á í annað sinn að skjóta lokamótið sem fjölvallamót sem hefur vakið lukku meðal félagsmanna.

Mótið heppnaðist í alla staði frábærlega, góður andi og veður hlýtt og þurrt þó örlítill blástur væri á köflum.

Keppt var um titlana Skotmaður SÍH og Skotkona SÍH 2019 en því miður voru engir unglingar með að þessu sinni og því gegnu ekki titlarnir Skotstúlka og Skotpiltur SÍH út að þessu sinni.

Keppnin í karlaflokki var jöfn allan tímann og endaði með aðeins fjögra stiga mun á milli þriggja efstu manna.

Þegar upp var staðið þá náði Stefán Kristjánsson að verja titilinn frá því í fyrra og er því Skotmaður SÍH 2019.

Í kvennaflokki var það María Arnfinnsdóttir sem hlaut titilinn Skotkona SÍH 2019 á mjög góðu skori.

Í beinu framhaldi af mótinu var haldin hin árlega uppskeruhátíð félagsins.

Þar var byrjað á að fara yfir Íslandsmeistaratitla sem félagsmenn hafa unnið frá 2014 til 2018 en STÍ hafði látið útbúa viðurkenningarskjöl sem voru afhend því afreksfólki sem átti titlana og var á staðnum.

Að því loknu var farið yfir þau afrek sem félagsmenn unnu til á árinu 2019 og viðkomandi afreksfólki afhend viðurkenningarskjöl sem þeir settu samkvæmt venju í sérstaka möppu sem varðveitt er á Iðavöllum.

Viðurkenningarnar sem veittar voru eru eftirtaldar.

Nafn                                    Afreksflokkur         Afrek

Ásbjörn Sírnir Arnarson   Compak Sporting  3 x 25dúfur í hring

Ævar Sveinn Sveinsson   Compak Sporting   1 x 25dúfur í hring

Ævar Sveinn Sveinsson   Compak Sporting   Íslandsmeistaratitill

Stefán Kristjánsson          Norrænt trap          Íslandsmeistaratitill

Stefán Kristjánsson          Norrænt trap          Íslandsmeistaratitill Sveitakeppni

Timo Salsola                      Norrænt trap         Íslandsmeistaratitill Sveitakeppni

Ásbjörn Sírnir Arnarson   Norrænt trap         Íslandsmeistaratitill Sveitakeppni

Stefán Geir Stefánsson    Norrænt trap          Íslandsmet

Stefán Kristjánsson          Norrænt trap          Íslandsmet Sveitakeppni

Timo Salsola                      Norrænt trap          Íslandsmet Sveitakeppni

Ásbjörn Sírnir Arnarson   Norrænt trap          Íslandsmet Sveitakeppni

Kristinn Rafnsson              Félagsstarf             Flakkari áratugarins 2011 til 2020

 

  • Facebook Social Icon
  • YouTube Social  Icon