Um helgina 4.-5.7 var haldið SÍH open í blíðskapara veðri.

Keppt var í Skeet og Nordisk Trapp og eftir fyrri keppnisdag var skipt í A og B flokk í báðum greinum.

Skráðir voru til leiks 34 keppendur 22 í Skeet og 12 í Nordisk trap.

Allt fór fram með hefðbundnum hætti, keppt á laugardegi og sunnudegi skotnar 125 dúfur + Final í skeet, 150 dúfur og final í Nordisk Trapp.

Og svo var grillveisla í boði félagsins á laugardagskvöldi fyrir keppendur og fjölskyldur.

Íslandsmet var slegið í Nordisk Trapp og var það Stefán Kristjánsson sem skaut 123 dúfur.

Úrslit

A flokk skeet

1. Jakob Þór Leifsson, SFS  104+50

2. Guðlaugur Bragi Magnússon, Skotak  110+44

3. Guðmann Jónasson, Markviss  104+36

B flokkur skeet

1. Snjólaug M Jónsdóttir, Markviss  90+37

2. María Rós Arnfinnsdóttir, SÍH 85+36

3. Dúi Grimur Sigurðsson, Skotdeild KEF  88+28

Úrslit

Nordisk trapp A flokkur

1. Stefán Kristjánsson, SÍH 123+23

2. Bjarki Þ Magnússon, SÍH  121+16

3. Ásbjörn Sírnir Arnarson, SÍH 113+17

Nordisk trap B flokkur

1. Jóhann Halldórsson, SÍH 96+20

2. Ari H Richardsson, SÍH 96+15

3. Svanur Rafnsson, SR 79+15

Keppnisstjórn þakkar öllum sem tóku þátt og lögðu hönd á plóginn til að láta þetta mót verða að veruleika.