top of page

Saga félagsins

Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar var stofnað 11. október 1965 af nokkrum áhugasömum mönnum um skotfimi.

Heiti félagsins var í upphafi Skotfélagið í Hafnarfirði en var síðar breytt í Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar til að leggja áherslu á og leiðrétta þann útbreidda misskilning að félagið væri veiðifélag en ekki íþróttafélag.

Skotíþróttafélagið hefur frá stofnun verið innan íþróttahreyfingarinnar með aðild sinni að Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar og eingöngu æft og keppt í olympiskum skotgreinum

Í upphafi var mikil gróska í starfsemi félagsins og var aðallega æft og keppt í markskotfimi með 22 cal markrifflum.

Á sama tíma var mikil gróska í Skotfélagi Reykjavíkur og mikið um keppnir á milli félaganna og eru margar skemmtilegar sögur til um slíka atburði frá gamla rómaða herbragganum í Hálogalandi.

Aðstaða til æfinga var ekki góð fyrstu árin og nær eingöngu æft inni og m.a. bílaverkstæði notað til æfinga.

Síðar var flutt í kjallarann á íþróttahúsinu við Strandgötu þar sem aðstaða var fremur léleg. Starfsemin dalaði að sama skapi og var ekki mikið líf í félaginu fram til ársins 1988.

Þá var með hvatningu frá Skotsambandi Íslands ráðist í að reisa völl undir haglabyssuskotfimi en slík skotfimi hafði ekki verið stunduð áður hjá félaginu.

Á þeim tíma stóð Skotsamband Íslands að sérstöku átaki fyrir útbreiðslu á haglabyssuíþróttinni SKEET og er óhætt að fullyrða að í dag að sú skotíþrótt sé sú útbreiddasta enda skeetvelli að finna um allt land.

bottom of page