top of page

Umgengni

  1. Öll meðferð annarra skotvopna en haglabyssu er bönnuð.

  2. Byssur skulu hafðar opnar og óhlaðnar þar til viðkomandi hefur tekið sér stöðu á skotpalli.

  3. Engar ólar eru leyfðar á byssum.

  4. Ef skotmaður vill munda lokaða en óhlaðna byssu skal hann haga sér sem um hlaðan byssu sé að ræða sjá grein 2.

  5. Hámark er leyfilegt að 6 skyttur séu á vellinum samtímis.

  6. Bannað er að láta hunda ganga lausa á svæðinu.

  7. Stranglega er bannað að henda rusli eða öðru á svæðinu.

  8. Öll patrónuhylki skal tína saman áður en æfingu líkur.

  9. Stranglega er bannað að skjóta á fugla eða önnur dýr á eða í næsta nágrenni vallarins.

  10. Æfingastjóri er einráður á svæðinu á meðan á æfingu stendur.

  11. Allt skvaldur hávaði og óþarfa umgangur er bannaður umhverfis skotpalla á meðan æfing stendur.

  12. Eingöngu er leyfilegt að nota skot með haglastærð minni en 7.

Brot á reglum þessum getur varðað brottvísun af svæðinu í lengri eða skemmri tíma, grófum brotum verður hugsanlega vísað til lögreglustjóra.

bottom of page